Fiskar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fiskar

Kaupa Í körfu

Íslenski þorskurinn, ein verðmætasta útflutningsafurð landsins til áratuga, hefur átt erfitt uppdráttar á mörkuðum undanfarin misseri. Þessir tveir hér að ofan í Grindavík biðu þess að verða ferjaðir á heimsmarkað þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Verð á þorski hefur lækkað umtalsvert að undanförnu og þá hefur einnig gætt sölutregðu á mörkuðum, þannig að birgðir hafa safnast upp. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins verður ítarlega fjallað um stöðu sjávarútvegsins, skuldir hans og markaðsaðstæður. Þá verður einnig horft til framtíðarinnar og nýjum tækifærum gefinn gaumur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar