Ólafur Elíasson

Einar Falur Ingólfsson

Ólafur Elíasson

Kaupa Í körfu

Ólafur Elíasson opnaði í gær tvær myndlistarsýningar í Reykjavík. Í i8 sýnir hann Limbóland, röð mynda sem hann hefur safnað af bílum sem eru fastir í ám. Í Orkuveituhúsinu er hefðbundnari innsetning er byggist á samspili þoku og ljóss. MYNDATEXTI Sýningin í Gallerí 100º „Í miðju þokuskýinu er plexíglerbox sem hægt er að ganga inni í, en þar er engin þoka. Í gengum þokuna skín mjög sterk, mjó ljóskeila sem lýsir þokuna upp en hverfur þegar hún lendir á boxinu af því það er „tómt“. Ljósið heldur svo áfram hinum megin við boxið, þar sem þokan tekur við aftur. Mér finnst þetta ákaflega falleg mynd, því hún afhjúpar svo vel að loftið í þokunni er skýrt afmarkað en ekki í boxinu, þótt við vitum að það er þar líka. Segja má að maður finni fyrir því að anda að sér umhverfinu í þokunni, en í boxinu er tilfinning fyrir tómi.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar