Urriðaholt / Hallfreður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Urriðaholt / Hallfreður

Kaupa Í körfu

VIÐ Kinnagötu 14 í Urriðaholti hefur Hallfreður Emilsson ríkt eins og kóngur í ríki sínu síðustu mánuði. Hann byggir þar hús fyrir Emil son sinn, landsliðsmann í knattspyrnu, sem leikur með Reggiana í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Húsið er langt komið og sperrurnar komnar. „Við klárum þetta í rólegheitum, það er ekkert sérstakt sem rekur á eftir okkur,“ segir Hallfreður. Þetta hús er lengst komið, en ekki langt frá er byrjað á tveimur öðrum einbýlishúsum og verið er að byggja eitt parhús í holtinu. Hallfreður rekur byggingafyrirtækið Stekkjarhús við annan mann og á það nokkrar lóðir í hverfinu, en framkvæmdir eru ekki á döfinni á næstunni MYNDATEXTI Nánast fokhelt Hallfreður Emilsson við húsið sem hann er langt kominn með að byggja. Flestar aðrar lóðir í Urriðaholti bíða betri tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar