Samtök hernaðarandstæðinga á Austurvelli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samtök hernaðarandstæðinga á Austurvelli

Kaupa Í körfu

60 ár síðan Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið HINN 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. Að þessu tilefni efndu Samtök hernaðarandstæðinga til útifundar á Austurvelli í gær. Þar var meðal annars minnst hinna miklu mótmæla sem voru á Austurvelli við inngöngu Íslands í NATO. Á fundinum í gær tóku til máls Ámann Jakobsson og María S. Gunnarsdóttir. Fundarstjóri var Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Á fundinum var "botninn sleginn úr NATO" á táknrænan hátt. Kröfunni um að Ísland standi ávallt utan hernaðarbandalaga var haldið ötullega á lofti á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar