Skjöl

Skjöl

Kaupa Í körfu

Mikið var í húfi þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson, ásamt Thor Thors sendiherra, fóru á fund Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington 14. mars árið 1949. Í upphafi fundarins óskaði Bjarni Acheson til hamingju með hið þýðingarmikla embætti og minntist á velvild hans til Íslands. En það er einkennandi fyrir málflutning Bjarna á fundinum hversu gagnrýnum augum hann leit sáttmálann: „Sagði hann, að Ísland væri mjög hlynnt náinni samvinnu við hin vestrænu lýðræðisríki, en hins vegar hefði Ísland þá sérstöðu, að hvorki hefði það eigin her né gæti haft né heldur gæti komið til greina, að útlendur her fengi að hafa þar aðsetur á friðartímum, og gilti það sama einnig um herstöðvar MYNDATEXTI Aðilar samnings þessa lýsa yfir að nýju tryggð sinni við markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa í friði við allar þjóðir og allar ríkisstjórnir. Þeir eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinni, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti. Þeir leitast við að efla jafnvægi og velmegun á Norður-Atlantshafs-svæðinu. Þeir hafa ákveðið að taka höndum saman um sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis. Þeir hafa því orðið ásáttir um Norður-Atlantshafssamning þennan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar