Hljómsveitin Hrafnar

Hljómsveitin Hrafnar

Kaupa Í körfu

"Þetta er ástríða," gellur við í einum og samtímis í öðrum "þetta er bara geðveiki." Þannig lýsa tveir meðlimir hljómsveitarinnar Hrafna því hvað rekur þá til að stofna nýja hljómsveit, þrátt fyrir að allir meðlimirnir séu komnir af léttasta skeiði, mislangt þó. Sumir þeirra vilja þó meina að akkúrat núna séu þeir á léttasta skeiðinu. Þeir eru fimm í hljómsveitinni, Hermann Ingi Hermannsson, Hilmar Sverrisson, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og Hlöðver Guðnason. Allir Vestmannaeyingar utan Hilmar, hann er frá Sauðárkróki. MYNDATEXTI: Hrafnar Kátínan leynir sér ekki þegar hljóðfærin eru höfð um hönd. Hilmar, Hermann Ingi, Hlöðver, Vignir og Georg í Hreiðrinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar