Aldrei fór ég suður á Ísafirði

Halldór Sveinbjörnsson

Aldrei fór ég suður á Ísafirði

Kaupa Í körfu

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin í sjötta skipti á Ísafirði um páskahelgina og hefur aldrei verið fjölmennari ALDREI fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, fór fram á Ísafirði um páskahelgina. Mikill mannfjöldi sótti hátíðina sem var nú haldin í sjötta skipti. Skipuleggjendur voru í skýjunum að hátíð lokinni enda fór allt vel fram, en yfir þrjátíu tónlistaratriði dreifðust á þá tvo daga sem hátíðin stóð. Allt fór fram í húsnæði KNH á Ísafirði og er það fimmti staðurinn sem hátíðin er haldin á. MYNDATEXTI Hrólfur Vagnsson, Grímur Atlason og Jón Elíasson skipa bandið Ekki þjóðin ásamt Lýði Árnasyni. Þeir léku á Aldrei fór ég suður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar