Lömb

Atli Vigfússon

Lömb

Kaupa Í körfu

Suður-Þing. | Það er orðið líflegt í fjárhúsunum á Þverá í Reykjahverfi en fjögur lömb fæddust fyrir páskana og komu sannarlega á óvart. Þessa fjölgun kann yngsta fólkið vel að meta en líklega má búast við að töluvert sé í að fyrirmálslömbin geti farið út á beit því víða er mikill snjór á túnum og bændafólk bíður eftir hlákunni. Sauðburður hefst almennt eftir þrjár vikur en á sumum bæjum fer ekki að bera að ráði fyrr en eftir 10. maí. Á myndinni eru feðgarnir á Þverá, þeir Sigurður Páll Tryggvason og Tryggvi Óskarsson ásamt Mjalldísi Ósk Sigurðardóttur sem er himinsæl með lömbin. Hafa þau verið nefnd Drottning, Kóngur, Prins og Prinsessa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar