Oddur og Egill í hljómsveitinni "Eldingaþruman"

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Oddur og Egill í hljómsveitinni "Eldingaþruman"

Kaupa Í körfu

ÞEIR spiluðu, sungu og dönsuðu fyrir vegfarendur á Rauðarárstígnum, félagarnir Oddur og Egill er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá í blíðviðrinu í gær. Höfðu þeir til taks öskju ef vegfarendur vildu gauka að þeim einhverju skotsilfri fyrir spilamennskuna. Spurðir um nafn á hljómsveitinni tóku þeir sér smávegis umhugsunartíma og fundu svo nafnið „Eldingaþruman“. Oddur söng fyrst frumsamið lag sem varð til á staðnum en Egill tók sig síðan til og söng og dansaði „Thriller“ með Michael nokkrum Jackson. Tilþrifin voru ósvikin, eins og sjá má, og aldrei að vita nema þessir ungu og efnilegu listamenn eigi eftir að láta frekar að sér kveða í framtíðinni. Tíminn einn leiðir það í ljós

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar