Grágæsin SLN skilar sér tíunda árið í röð

Jón Sigurðsson

Grágæsin SLN skilar sér tíunda árið í röð

Kaupa Í körfu

Grágæsin SLN er komin heim á Blönduós. Nú eins og að minnsta kosti sl. 10 ár þá hefur þessi frægasta gæs Blönduóss skilað sér heim frá Bretlandseyjum í hagana við Héraðshælið ásamt maka. Gæsin skilar sér ætíð heim í kringum 14. apríl ár hvert. SLN er að öllum líkindum síðasti fulltrúi gæsa sem merktar voru á Blönduósi árið 2000. Margir eru á því að merkja þurfi gæsirnar á ný til að fylgjast megi með ferðum þeirra og hegðunarmynstri. MYNDATEXTI: Gæsir SLN og maki halda tryggð við Héraðshælið á Blönduósi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar