Meintur smyglbátur

Morgunblaðið/Andrés Skúlason

Meintur smyglbátur

Kaupa Í körfu

HINIR grunuðu komu með slönguhraðbát til Djúpavogs fyrri hluta síðustu viku. Var báturinn á sérútbúnum vagni. Mennirnir munu hafa sagt fólki á Djúpavogi að þeir hafi keypt bátinn af banka nýverið. Þeir sögðust vera áhugamenn um köfun og ætla að stunda köfun í nágrenninu. Aldrei sáust þó köfunarbúningar nálægt bátnum en athygli vakti að um borð voru nokkrir stórir bensínbrúsar, líkt og löng sigling væri fyrir höndum. Báturinn var greinilega útbúinn mjög öflugum utanborðsmótor og því hraðskreiður. Lögreglan hefur lagt hald á bátinn og verður hann væntanlega færður til Reykjavíkur til rannsóknar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar