Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR árið 1985 að nokkrir nemendur úr rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands fengu hugmynd að sjálfvirkum talningarútbúnaði fyrir laxaseiði, sem byggðist á örtölvutækni. Nú, tæpum aldarfjórðungi síðar, er fyrirtækið Vaka, sem hugmyndin ól af sér, orðið leiðandi hátæknifyrirtæki með yfirburðastöðu á sínum markaði. Það er fyrir þennan árangur sem dómnefnd skipuð þeim Örnólfi Thorssyni, Ingjaldi Hannibalssyni, Friðriki Pálssyni, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Vali Valssyni taldi Vöku verðugan vinningshafa útflutningsverðlauna forseta Íslands MYNDATEXTI Viðurkenning Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vöku, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhjúpa verðlaunagripinn en hann gerði Lísa K. Guðjónsdóttir myndlistarkona. Gripurinn heitir Yfir flúðir og fossa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar