Hluthafafundur RÚV

Heiðar Kristjánsson

Hluthafafundur RÚV

Kaupa Í körfu

HLUTHAFAFUNDI Ríkisútvarpsins ohf. í gærmorgun var samþykkt að breyta ríflega 562 milljóna króna skuld Ríkisútvarpsins ohf. við ríkissjóð í hlutafé. Ríkisstjórnin hafði áður samþykkt, að tillögu menntamálaráðherra, að þetta yrði gert, en yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var háð samþykkt hluthafafundar Rúv ohf. Breyting skuldarinnar í hlutafé er háð ýmsum skilyrðum. Til dæmis verður þjónustusamningur Rúv ohf. við ríkið endurskoðaður með það fyrir augum að skerpa á skilgreiningu og hlutverki almannaþjónustuútvarps. Einnig verða gerðar breytingar á fjárreiðu- og eftirlitsákvæðum í samningnum MYNDATEXTI Eini hluthafinn í Rúv ohf. er íslenska ríkið. Því þurfti í reynd einungis samþykki Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar