Leifur Örn Svavarsson

Heiðar Kristjánsson

Leifur Örn Svavarsson

Kaupa Í körfu

Við höfum leitast við að halda úti þjónustu yfir lengra og lengra tímabil ár hvert, og opnuðum t.d. búðirnar okkar í Skaftafelli 1. apríl. Stefnan er svo að geta, í náinni framtíð, verið með heilsársstarfsmann þar,“ segir Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Fyrirtækið varð til árið 1993 þegar fjórir fjallaleiðsögumenn tóku höndum saman. „Við vildum útvíkka þær slóðir sem við höfðum verið að vinna á, en fjallaferðir höfðu nánast verið bundnar við Torfajökul og svæðið kringum Landmannalaugar,“ útskýrir Leifur. „Með þessu tókst okkur að opna möguleikann á ferðum á nýjum og spennandi svæðum og um leið einbeita okkur betur að markaðssetningu.“ MYNDATEXTI Að sögn Leifs liggja miklir möguleikar í fjallatengdri ferðaþjónustu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar