Þingeyjarsveit

Atli Vigfússon

Þingeyjarsveit

Kaupa Í körfu

Mér fannst allt rosalega gaman. Ég er dýrakona og mér finnst svo skemmtilegt að sjá dýrin,“ segir Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir, nemandi í 4. bekk Borgarhólsskóla á Húsavík, sem var að koma úr kynningarferð ásamt félögum sínum um Þingeyjarsveit og nágrenni þar sem markmiðið var að sýna húsdýr og umhverfi þeirra. „Við höfum verið að vinna með dýrafræði í skólanum mínum og núna er ég að skrifa um geitur og þau not sem geta verið af þeim, t.d. geitamjólkina. Þá er ég búin að vera að vinna með ull í handavinnunni og þar vorum við að kemba og þæfa. Mjög gaman allt saman,“ heldur Ingibjörg Ósk áfram og segir að sér finnist þetta svo frábært. MYNDATEXTI Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir kunni vel að meta kiðlingana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar