Heimir Björn

Heiðar Kristjánsson

Heimir Björn

Kaupa Í körfu

Á þessum árstíma er nauðsynlegt að huga að garðinum svo hann verði vel útbúinn og tilbúinn fyrir sumarið. Heimir Björn Janusarson garðyrkjumaður segir að garðurinn fari aldrei úr huga þeirra sem hafa áhuga á garðyrkju því þetta sé lífsstíll. Hins vegar sé ekki verið að vinna í garðinum allt árið. „Það sem þarf sérstaklega að passa á vorin, þegar frost fer úr jörðu og allt líf kviknar í garðinum, er að vera ekki með mikið dót á grasblettinum sjálfum. Það er því nauðsynlegt að reyna að létta á umferð um grasið á meðan jarðvegurinn er blautur. Á þessum tíma er grassvörðurinn mjög viðkvæmur auk þess sem hann getur þjappast saman og þá súrnar jörðin og verður að mosa.“ MYNDATEXTI Heimir Björn Janusarson: „Svo ef fólk fer að nota arfa í salatið þá finnur það fyrir því að það er aldrei nóg til af arfa. Það er ekki til neitt ferskara í salatið en nýr arfi úr beðinu og hann er mjög góður.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar