Árshátíð kvikmyndagerðarmanna

Árshátíð kvikmyndagerðarmanna

Kaupa Í körfu

ÁRSHÁTÍÐ íslenskra kvikmyndagerðarmanna var haldin í fyrsta sinn á Hótel Loftleiðum á miðvikudaginn. Til hátíðarinnar voru boðnir kvikmyndagerðarmenn úr öllum deildum iðnaðarins, svo sem leikstjórar, kvikmyndatökumenn, ljósamenn, brellumeistarar og förðunarfólk en þar sem meirihluti þessara atvinnumanna er sjálftstætt starfandi hefur reynst erfitt að halda slíka hátíð fyrr. Eins og sjá má á myndunum mættu kvikmyndagerðarmenn í sínu fínasta pússi og fögnuðu árangrinum sem þeir geta án efa verið stoltir af. MYNDATEXTI Þrír góðir Árni hljóðmaður, Haukur brellumeistari sem er nýkominn frá Grænlandi og Daddi þúsundþjalasmiður voru í góðum gír.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar