Margrét M. Norðdahl - List án landamæra

Margrét M. Norðdahl - List án landamæra

Kaupa Í körfu

LISTAHÁTÍÐIN List án landamæra er hafin um land allt og mun standa fram í maí. Margrét M. Norðdahl er framkvæmdastýra hátíðarinnar sem var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og hefur frá þeim tíma fest sig rækilega í sessi og er árlegur viðburður. „Markmiðið með hátíðinni er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri og leggja áherslu á að þessi hópur tekur þátt í listviðburðum, bæði sem þátttakendur og áhorfendur. Við höfum líka komið á samstarfi á milli hópa og einstaklinga úr ólíku umhverfi með ólíkan bakgrunn sem hefur gengið mjög vel, “ segir Margrét M. Norðdahl. „Það hefur verið auðvelt að fá fólk í samstarf við okkur og fleiri stimpla sig inn til þátttöku á öllu landinu með hverju árinu.“ MYNDATEXTI Fatlaðir taka þátt „Þessi hópur tekur þátt í listviðburðum, bæði sem þátttakendur og áhorfendur,“ segir Margrét M. Norðdahl sem er framkvæmdastýra Listar án landamæra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar