Íslandsmót í júdó

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmót í júdó

Kaupa Í körfu

ÞORVALDUR Blöndal fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í +100 kg flokki á Íslandsmótinu í júdó sem fram fór um helgina á heimavelli Ármenninga. Þorvaldur glímdi við Þormóð Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur í úrslitaglímunni en Þormóður er um 20 kg þyngri en Þorvaldur en það hjálpaði Þormóði ekki neitt, líkt og í fyrri rimmum þeirra Þormóðs og Þorvaldar. „Ég stúdera kannski Þormóð meira en hann stúderar mig. Ég er nánast hættur að keppa erlendis og það er því mikið keppikefli fyrir mig að vinna Þormóð þegar við mætumst,“ sagði Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur landað 20 Íslandsmeistaratitlum á ferlinum. MYNDATEXTI Mikil átök Þorvaldur Blöndal náði góðu taki á Þormóði Árna Jónssyni í úrslitaglímunni og tryggði Þorvaldur sér fullnaðarsigur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar