Þórhallur Sigurðsson leikstjóri

Þórhallur Sigurðsson leikstjóri

Kaupa Í körfu

Raddirnar hljóðna og tjaldið fellur. Upphitun er lokið fyrir rennsli áSöngvaseið í stóra salnum í Borgarleikhúsinu. „Við skulum bíða,“ hvíslar fjögurra ára drengur að pabba sínum ábúðarfullur. „Bíðum... Bíðum...“ En áður gengur Þórhallur Sigurðsson leikstjóri til áhorfenda, léttur og kvikur í hreyfingum, og segir áhorfendum að allt geti gerst – enn sé mikil vinna eftir. Bakvið tjöldin eru leikarar komnir í stellingar og hljóðfæraleikararnir bíða bendingar. Svo lyftast tjöldin. MYNDATEXTI Þórhallur Sigurðsson við fimmtugsafmælisgjöfina frá leikmyndahönnuðinum Gretari Reynissyni, en þeir hafa unnið margar sýningar saman. Þar eru fimmtíu pappafígúrur af Þórhalli með stúdentshúfu, gerðar á sama hátt og persónurnar í líkönum af leikmyndum, og krónupeningar notaðir til að láta þær standa. „Þannig að verkið er fimmtíukall, segir Þórhallur brosandi. „

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar