Kulusuk

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kulusuk

Kaupa Í körfu

Ertu frá Greenpeace?“ spurði veiðimaðurinn Ragnar Axelsson ljósmyndara stuttur í spuna þar sem fundum þeirra bar saman á snjóbreiðunni í Kulusuk. Augun stóðu á stilkum. Aðkomumenn eru tortryggilegir þar um slóðir, einkum þeir sem eru vopnaðir myndavélum. „Nei,“ flýtti Ragnar sér að segja enda veiðimaðurinn ekki árennilegur með alblóðugan hnífinn á lofti. Hann var að gera að sel sem lá þar strípaður í skaflinum. „Hefurðu nokkuð séð kjúklinga á hlaupum?“ spurði þá veiðimaðurinn, Gideon Kilime, öðru sinni og brá sér af ísmeygilegri kímni í líki fiðurfjár. „Nei,“ svaraði Ragnar undrandi og velti því fyrir sér eitt augnablik hvort hann væri staddur í Monty Python-mynd. „Það halda allir að við getum lifað á kjúklingum,“ hélt Gideon áfram. „Eina vandamálið er að það eru engir kjúklingar hérna. Við verðum að veiða okkur til matar eins og inúítar hafa gert í 4.500 ár á Grænlandi en það kemur sér illa að við megum ekki lengur selja selskinnin út af einhverjum evrópskum reglugerðum og Greenpeace. Hvernig eigum við að lifa?“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar