Vatnsrennibraut í Laugardal tekin niður

Heiðar Kristjánsson

Vatnsrennibraut í Laugardal tekin niður

Kaupa Í körfu

VERIÐ er að taka niður vatnsrennibrautina við Laugardalslaug þessi dægrin og verða sundlaugargestir af salíbunum á meðan þar til ný og glæsilegri braut verður sett upp. Taka á nýju brautina í gagnið í næsta mánuði og kemst fólk, að sögn starfsmanns laugarinnar, mun hraðar þar. Nýja rennibrautin ber nafnið "Þrumur og eldingar“" og ber ferð í henni keim af nafninu. Hún er alveg lokuð og útbúin hljóðkerfi og ljósum til að gera upplifunina mikilfenglegri. Ljóst er að ófáir ungir sundlaugagestir bíða í ofvæni eftir nýju stolti Laugardalslaugar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar