Haukar - Valur 33:25

Haukar - Valur 33:25

Kaupa Í körfu

*Fyrsta tap Vals á heimavelli í hálft annað ár *Sjöundi titill Hauka á tíu árum HAUKAR gáfu engin færi á sér í fjórða og síðasta úrslitaleik sínum við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, N1-deildinni. Þeir voru með frumkvæði og voru sterkari allan leikinn í gær, á heimavelli Valsmanna. Haukar unnu átta marka sigur, 33:25, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. MYNDATEXTI: Vörn og markvarsla Það eru þekktar stærðir í handbolta að vörn og markvarsla þurfa að vera í lagi í liði sem ætlar sér langt. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, fór á kostum í úrslitunum og hér fagnar hann ásamt Einari Erni Jónssyni, Gunnari B. Viktorssyni og Arnari Péturssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar