Laugarnesskóli, nemendur dansa á lóðinni

Heiðar Kristjánsson

Laugarnesskóli, nemendur dansa á lóðinni

Kaupa Í körfu

MIKIL gleði ríkti á skólalóð Laugarnesskóla í hádeginu í gær þegar fjöldi barna þusti út til að dansa undir handleiðslu Níelsar Hafsteinssonar danskennara. Níels hefur kennt dans í þrjátíu ár en í vetur kenndi hann 407 nemendum skólans sporið. Hann segir engan vafa leika á því að dansinn hafi góð áhrif á nemendur og sá sem kunni ekki að dansa verði alltaf utangátta og til hliðar í þjóðfélaginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar