Kalli opnar sýningu

Skapti Hallgrímsson

Kalli opnar sýningu

Kaupa Í körfu

.....Sýningin Kalli25 var opnuð í vikunni í Gallerí Ráðhús, bæjarstjórnarsalnum, þar sem sjá má verk Karls Guðmundssonar. Þau eru unnin með olíulitum á bókbandspappa. "Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr innra með honum," segir Rósa Kristín Júlíusdóttir í sýningarskrá. Hún er myndlistarkona og kennari en þau Kalli hafa unnið mikið saman. MYNDATEXTI: Kalli Karl Guðmundsson við opnun sýningarinnar í Gallerí Ráðhús í vikunni. Eitt verkanna í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar