Ingunnarskóli, nemendur með listaverk

Heiðar Kristjánsson

Ingunnarskóli, nemendur með listaverk

Kaupa Í körfu

Fagur fiskur Krakkarnir í 2. og 3. bekk Ingunnarskóla höfðu gaman af verkefni sem þau luku við nýlega og tengdist þemadögum. Var það unnið í listgreinum og að sögn Ragnheiðar Skúladóttur stigstjóra var þemað nú fiskar og fjaran. "Við fengum ekta fisk, sem kom til okkar í kælikassa, og börnin völdu sér fisk til að mála," segir Ragnheiður. Myndin var svo þrykkt á efni og úr saumaðir púðar. Herlegheitin enduðu svo í neti uppi á vegg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar