Mustang, Stefán Magnússon

Heiðar Kristjánsson

Mustang, Stefán Magnússon

Kaupa Í körfu

Einn elsti, ef ekki elsti, Mustang-bíll landsins á 45 ára afmæli í dag en bíllinn var framleiddur einungis 21 degi eftir að byrjað var að framleiða Ford Mustang. Stefán Magnússon, eigandi bílsins, segir að draumur hans hafi ræst þegar hann fékk bílinn í hendurnar fyrir fimm árum. „Ég hef lengi haft áhuga á Mustang. Þegar ég fékk bílpróf átti ég svokallaðan breskan Mustang en það var eftirlíking sem kallaðist Capri,“ segir Stefán sem veit upp á hár hvenær og hvar bíllinn var framleiddur. „Bíllinn heitir Ford Mustang 1964.5 þar sem hann var framleiddur á miðju árinu en þetta ártal hefur vakið mikla athygli.“ MYNDATEXTI Ford Mustang 1964.5 Bíllinn var framleiddur 8.maí 1964 og er því 45 ára í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar