Barnaspítali Hringsins

Heiðar Kristjánsson

Barnaspítali Hringsins

Kaupa Í körfu

ÞAU fylgdust áhugasöm með lestrinum börnin á Barnaspítala Hringsins er Lovísa María Sigurgeirsdóttir las úr bók sinni Ég skal vera dugleg. Því þó að sá heimur sem Lovísa María lýsir þar sé e.t.v. um margt framandi þekkja þau vel hvernig er að dvelja á spítala. Í æsku var Lovísa María langdvölum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fjarri fjölskyldu sinni í Hrísey. „Ég gleymdi þessu aldrei og þessi tími er ljóslifandi í minningunni,“ segir Lovísa María. „Þegar ég var á spítalanum máttu mamma og pabbi eiginlega ekkert koma í heimsókn.“ Þessu sé vissulega öðruvísi farið í dag, en þó hljóti sjúkrahúsvist alltaf að reynast börnum erfið. MYNDATEXTI Lovísa María las fyrir börnin á Barnadeild Hringsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar