Kerran fauk og hugmynd kviknaði

Gunnar Kristjánsson

Kerran fauk og hugmynd kviknaði

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Finnur Hinriksson hefur ásamt konu sinni Jónheiði Haralds um nokkurt skeið rekið fyrirtækið Suðu ehf. í Grundarfirði en eins og nafnið ber með sér hefur starfsemin aðallega tengst málmsuðu hvers konar. Í þeirri kreppu sem nú stendur yfir hefur dregið verulega úr verkefnum fyrirtækisins og Finnur verið atvinnulaus um hríð. En mitt í kreppunni laust hugmynd niður hjá Finni. „Kerran mín, sem stóð hér fyrir utan fyrirtækið, fauk einn daginn í sunnan strekkingi og lenti á harðfisksþurrkhjalli fyrirtækis við hliðina. Hér er oft æði vindasamt,“ segir Finnur. „Til þess að fyrirbyggja frekara tjón datt mér í hug að smíða stand með kerrufestingu og bolta niður í planið hér fyrir utan. Einn daginn þegar tengdasonur minn sem er markaðsfræðingur var í heimsókn hérna í Grundarfirði stóðum við fyrir utan fyrirtækið og vorum að spjalla saman um ástandið og þar sem ég stóð með annan fótinn ofan á gaurnum, en það kalla ég þessar kerrufestingar, þá spurði hann hvort það gæti ekki verið að einhverja fleiri vantaði svona gaur. Þar með fór boltinn að rúlla. Við létum kanna hvort einhvers staðar væri verið að framleiða slíkar festingar en það kom í ljós að slíka útfærslu var hvergi að finna svo við sóttum um verndað hönnunarleyfi hjá Einkaleyfastofu og erum byrjuð að auglýsa og pantanir teknar að berast,“ MYNDATEXTI Tjaldvagninn Fastur á gaurnum og keðjan dregin í gegnum keng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar