Klaustur

Helgi Bjarnason

Klaustur

Kaupa Í körfu

Vaskir menn vinna þessa dagana baki brotnu í húsakynnum sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri, við að koma þeim í not fyrir ferðaþjónustu. Kaffihús verður opnað í gömlu kaupfélagsversluninni og fyrsti áfangi gistihúss í sláturhúsinu í næsta mánuði. Síðan verður haldið áfram og Kirkjubæjarstofa hefur áhuga á að koma þar upp sýningu um Skaftárelda og Eldmessuna. Það eru lyfjafræðingur og húsasmíðameistari sem standa í þessum stórræðum. MYNDATEXTI Gömlu kaupfélagshúsin Kaffihúsið verður á jarðhæð gömlu verslunarhúsanna sem standa á besta stað, á hlaðinu á Kirkjubæjarklaustri. Húsin eru undir fallegri hlíð, við Systrafoss, sem margir ferðamenn dást að.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar