Afmælishátíð SVFR við Elliðavatn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Afmælishátíð SVFR við Elliðavatn

Kaupa Í körfu

FJÖLDI fólks lagði leið sína á fjölskylduhátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Elliðavatn í gær þar sem slegið var upp veislu í tilefni þess að félagið er 70 ára. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði. Gunni og Felix höfðu ofan af fyrir börnunum og eins og vera ber var efnt til kastkeppni og kastsýningar á vatninu. Frítt var að veiða í Helluvatni en fáir fiskar bitu á öngulinn hjá gestunum sem gæddu sér á grillmat í blíðskaparveðri. SVFR var stofnað 17. maí árið 1939 af nokkrum áhugamönnum um stangveiði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar