Rauði krossinn í Vogaskóla

Rauði krossinn í Vogaskóla

Kaupa Í körfu

VIÐ getum ekki skipað ríkjum að taka við flóttamönnum eða hælisleitendum, aðeins hvatt þau til að grafa ekki undan þeirri stofnun sem hefur það hlutverk að reyna að halda utan um þessi mál á alþjóðavettvangi,“ segir Hanne Marie Mathisen. Hún er norsk og stýrir samskiptamálum hjá skrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslönd í Stokkhólmi. Mathisen er stödd hér á landi í boði Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofu Íslands og hefur meðal annars heimsótt palestínskar konur á Akranesi. MYNDATEXTI Mathisen heimsótti í gær börn í Vogaskóla en þau tóku þátt í verkefni sem gengur út á að reyna að skilja kjör flóttamanna, m.a. með hlutverkaleik. Guðrún Ögmundsdóttir setur hér í gang tölvuleik, með henni eru Sólveig Hildur Björnsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins og Guðrún Guðmundsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar