Frjálsíþróttafólk

Frjálsíþróttafólk

Kaupa Í körfu

ÍR-INGAR hófu í upphafi árs metnaðarfullt afreksstarf sem þeir kalla ÍR-ÓL2012 og er ætlað að styðja við bakið á sterkasta frjálsíþróttafólki félagsins. „Þetta eru þrettán krakkar sem eru í þessum afrekshópi okkar. Að vísu erum við Pétur [Guðmundsson kúluvarpari] þarna líka, bara til að sýna að það eru engin aldurstakmörk,“ sagði Fríða Rún Þórðardóttir, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins. Hún bætti þó við að markmiðið hjá sér og Pétri væri ekki að komast á Ólympíuleika sem keppendur, en markmiðið er að fylgja skipulögðu afreksstarfi til fjögurra ára þar sem lokatakmarkið er að þrír frjálsíþróttamenn úr röðum ÍR verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London árið 2012, en þá eru 100 ár liðin frá því ÍR átti fyrst keppanda í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum MYNDATEXTI Ólympíufarar Þau Einar Daði Lárusson, stangastökkvari, Þráinn Hafsteinsson þjálfari og Jóhanna Ingadóttir, þrístökkvari og langstökkvari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar