Seven Seas Voyager

Seven Seas Voyager

Kaupa Í körfu

Skemmtiferðaskipið Voyager er í raun fimm stjörnu fljótandi hótel, með öllum þeim þægindum sem því fylgir. Þarna má finna spilavíti, safn kvikmynda og tölvuleikja, íþróttasali, sundlaug, læknastofu og heilsulind. Allt að sjálfsögðu fyrsta flokks. Reglulega kemur fyrir að stórfyrirtæki taki skipið á leigu og má nefna að framleiðendur Porsche leigðu það nýverið til að kynna nýjustu bifreiðina fyrir umboðsmönnum sínum. Voru þá tveir Porche-bílar til sýnis í skipinu. MYNDATEXTI Miðdepill Glæsilegur hringstigi nær í gegnum allt skipið. Fyrir miðri mynd má sjá norskt listaverk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar