Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu

Kaupa Í körfu

SÚ bifreið sem var sparneytnust í hinni árlegu sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu reyndist hafa eytt rúmum þremur lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra. Niðurstöður keppninnar urðu þær að í flokki bensínbifreiða með 0 til 1.200 cc vél sigraði Volkswagen Fox með eyðslu upp á 4,02 lítra á hundrað km akstur. Í flokki bensínbifreiða 1.201 til 1.600 sigraði Toyota Yaris Sol með 4,44 lítra og í flokki 1.601 til 2.000 sigraði Toyota Avensis, sedan Sol með 5,07. Í flokki 2.500 til 3.500 sigraði Volvo C 30 með 6,09 lítra. MYNDATEXTI Af stað Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi ræsti bílana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar