Ásmundarsafn

Heiðar Kristjánsson

Ásmundarsafn

Kaupa Í körfu

Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson (1893-1982) er einn þeirra frumkvöðla sem stóðu á mótum frásagnarlegrar framsetningar og módernisma í íslenskri listasögu. Styttur hans standa víða í opinberu rými, má þar nefna Sæmund á selnum við Háskóla Íslands, Vatnsberann í námunda við Öskjuhlíðina og Andlit sólar fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Ásmundur hefur einnig sett mark sitt á byggingarlistasögu Reykjavíkur með eftirminnilegum hætti – fyrst með húsinu sem hann reisti við Freyjugötu, þar sem nú er Listasafn ASÍ, og síðar með hinni sérstæðu byggingu við Sigtún sem nú hýsir Ásmundarsafn en húsið og stytturnar þar fyrir utan hafa löngum vakið athygli vegfarenda. Nýlega var gerð nokkurs konar „innrás“ í helgidóm Ásmundarsafns: þar hafa 11 samtímalistamenn komið sér fyrir með verk sín og efnt til samræðu við verk Ásmundar undir yfirskriftinni „Rím“. Davíð Örn Halldórsson hefur jafnvel gengið svo langt að mála á veggi rýmisins í graffití-skotnum stíl og MYNDATEXTI Davíð Örn Halldórsson, einn listamannanna, hefur jafnvel gengið svo langt að mála á veggi rýmisins í graffití-skotnum stíl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar