Rauðhóll

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rauðhóll

Kaupa Í körfu

BÖRNIN á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti fá nú að dvelja í eina viku í mánuði allan ársins hring í litlu timburhúsi í skógarrjóðri sem nefnist Björnslundur. Skógurinn er sameiginlegt útisvæði Norðlingaskóla, ÍTR og Rauðhóls en útideild leikskólans, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, var opnuð í gær. Munu börnin skiptast á að dveljast í skógarhúsinu og verður lögð áhersla á sem mesta útiveru meðan á dvölinni stendur. Peyjarnir á myndinni virðast kunna vel að meta nýbreytnina í leikskólastarfinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar