Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur

Helga Mattína Björnsdóttir

Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur

Kaupa Í körfu

Guðjón Ragnar Jónasson, rithöfundur, kennari og doktorsnemi í málfræði, kom gagngert til Grímseyjar til að upplifa sjálfur lífið á heimskautsbaug og spjalla við grunnskólabörnin. Þannig vildi Guðjón afla sér efnis í væntanlega bók sem hann kallar: Í bjarndýrskjafti. Bókin fjallar um útlendan dreng sem flyst með foreldrum sínum til nyrstu byggðar Íslands. Saman við söguna fléttar Guðjón Grímseyjarsögum um ísbirni í sambland við daglegt líf barna hér. Það verður skemmtilegt fyrir Grímseyinga og Grímsey þegar bókin kemur út því þetta er einasta skáldsagan sem hefur verið samin um fólkið í eyjunni grænu. MYNDATEXTI Fróðlegt Börnin í Grímsey tóku Guðjóni Ragnari Jónassyni fagnandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar