Lögreglan skráir þýfi

Lögreglan skráir þýfi

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær 22 ára karlmann, sem grunaður er um að hafa verið í vitorði með tveimur tvítugum mönnum, sem brutust inn hjá úrsmiði á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld, börðu hann og bundu. Úr, keðjur og skargripir, sem mennirnir stálu, eru komin í leitirnar, eins og sjá má á myndinni. Mennirnir stálu 60 armbandsúrum, u.þ.b. 70-90 armbandskeðjum og 4 karlmannsgullhringum. Þegar mennirnir voru handteknir sögðust þeir hafa sett þýfið upp í fíkniefnaskuld. Lögreglan fann það hins vegar í gær. Grunur leikur á, að senda hafi átt munina úr landi og koma þeim þar í verð. MYNDATEXTI Með ránsfenginn Lögregluna grunar að mennirnir, sem brutust inn á Seltjarnarnesi, hafi ætlað að senda þýfið úr landi. Sá þriðji náðist í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar