Ráðherrafundur Evrópuráðsins

Ráðherrafundur Evrópuráðsins

Kaupa Í körfu

RÁÐHERRAFUNDUR Evrópuráðsins um fjölmiðla og nýja miðla, sem hófst á hótel Nordica í gær, veitir vonandi nýja sýn, nýja staðla og nýjar vaktleiðir. Þetta kom fram í máli Philippe Boillat, stjórnanda Evrópuráðsins á sviði mannréttinda og lögfræði á blaðamannafundi hans og Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Á ráðherrafundinum er m.a. rætt hvernig fjölmiðlar hafa breyst með tilkomu nýrra miðla - bloggs, leitarvéla, samskiptavefja og netveitna. Sérstaklega er svo litið til áhrifa nýju miðlanna á tjáningarfrelsi og persónuvernd. MYNDATEXTI Í ráðherrahópi Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ásamt ráðherrum ríkja Evrópuráðsins á ráðherrafundinum á Nordica, en öll 47 ríki ráðsins eiga fulltrúa á fundinum. Um 300 erlendir gestir eru hér af þessu tilefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar