Íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin

Kaupa Í körfu

SYLVÍA Pétursdóttir lauk kennaranámi fyrir 5 árum og hefur síðan kennt við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Hún hlýtur menntaverðlaunin í ár sem ungur kennari sem sýnt hefur hæfileika í upphafi ferilsins og lagt alúð við starf sitt. Maður verður að vera óhræddur við að prófa nýjar kennsluaðferðir og þreifa sig áfram. Ef það misheppnast skiptir það ekki öllu máli, þá veit maður hvað virkar ekki og prófar eitthvað annað næst, segir Sylvía, sem telur nauðsynlegt að nota fjölbreytta nálgun að námsefninu. MYNDATEXTI Sylvía Pétursdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar