Afhending Guðmunduverðlauna

Afhending Guðmunduverðlauna

Kaupa Í körfu

MARGRÉT H. Blöndal myndlistarkona hlaut í gær verðlaun úr sjóði sem myndlistarmaðurinn Erró stofnaði árið 1997. Sjóðurinn er til minningar um frænku listamannsins, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi, og er tilgangur hans að efla og styrkja listsköpun kvenna með árlegu framlagi til listakonu sem þykir skara fram úr. Margrét hlaut hálfa milljón króna í verðlaunafé og er jafnframt tíunda listakonan sem er heiðruð með þessum hætti. Sýning á verkum listakvennanna tíu, Möguleikar, var opnuð í Hafnarhúsinu í gær. MYNDATEXTI Hógvær Margrét stillir sér upp ásamt Erró, stofnanda sjóðsins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra eftir að hafa tekið við verðlaununum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar