Hjaltalín í Íslensku óperunni

Hjaltalín í Íslensku óperunni

Kaupa Í körfu

Hljómsveitin Hjaltalín ásamt kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikarnir voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Miðvikudaginn 27. maí. HÚN er um margt undarleg, sú lenska að leiða saman í eina sæng fulltrúa frá þeim tveimur heimum tónlistar sem svo gjarnan er talað um. Hver er tilgangurinn? Stundum halda popp- og rokksveitir að þær verði frekar teknar alvarlega ef þær raða í kringum sig svo sem einu stykki sinfóníuhljómsveit (og helst kór líka). Útkoman úr slíkum æfingum hefur oft verið hálfgert stórslys, tónlistin upphafin og tilgerðarleg. Þá vilja hinir lærðu stundum gefa af sér þá mynd að þeir séu nú hipp og kúl þrátt fyrir að þeir kunni að lesa nótur og stíga því ólmir í vænginn við alþýðlegri tónlistarmenn. Útkoman úr slíkum stefnumótum getur verið ámóta klúðursleg. MYNDATEXTI Á flugi Leitun er að jafn sjarmerandi forvígismanni hljómsveitar í dag; það bókstaflega stafar af þessum dreng, segir gagnrýnandi um Högna Egilsson, leiðtoga hljómsveitarinnar Hjaltalín sem átti stórleik í Íslensku óperunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar