Fólk á bensínstöð

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fólk á bensínstöð

Kaupa Í körfu

OLÍUGJALD var hækkað minna en bensíngjald með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrrakvöld. Þetta er gert til að ýta undir frekari dísilvæðingu fólksbílaflota landsmanna, eins og til stóð með lögum frá 2004 um olíugjald og kílómetragjald, eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Algengt verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu var rúmlega 181 króna í gær. Ríkið hækkaði bensíngjald um tíu krónur í fyrrakvöld með lagabreytingu á Alþingi og leggst virðisaukaskattur á þá upphæð. Hækkunin fór beint út í verðlagið, rúmar 12 krónur. Þá hækkaði bensínverð einnig um tæpar fjórar krónur á lítra í fyrradag af öðrum ástæðum. MYNDATEXTI Dýr dropi Bensínlítrinn er nú í 180 kr. og ekki fer á milli mála, að kostnaður við einkabílinn er að verða einn stærsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar