Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - IMF

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - IMF

Kaupa Í körfu

Endurfjármögnun bankanna átti að vera frágengin í mars, en er ekki enn lokið Tafir skýrast að hluta vegna kosninga, en IMF er orðinn langþreyttur á biðinni. ENDURFJÁRMÖGNUN bankanna hefur dregist mjög á langinn, en hún er eitt þeirra atriða, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur mikilvægust fyrir endurreisn íslenska hagkerfisins. Hefur þessi dráttur, ásamt öðru, valdið því að lánagreiðslur, sem Ísland hefði átt að fá í febrúar og maí, hafa ekki enn verið afgreiddar. MYNDATEXTI Gengi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segja að hugsanlega verði hægt að slaka á gjaldeyrishöftum síðar á þessu ári. Það verði þó að gerast smám saman til að koma í veg fyrir hrun á krónu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar