Sólheimar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sólheimar

Kaupa Í körfu

Þetta hús er byggt úr bjartsýni, dugnaði og góðvilja fólksins í kringum okkur. Fyrir eitthvert stórmerkilegt kraftaverk hefur þessu 42 manna félagi tekist að byggja fullbúið 560 fermetra heilsusetur sem sérhannað er fyrir hreyfihamlaða á rétt rúmum tveimur árum. Húsið með öllum húsbúnaði kostaði tæplega 200 milljónir en við skuldum ekki krónu í því, vegna þess að við gerum aldrei neitt nema eiga fyrir því, segir Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, en heilsusetur félagsins verður vígt á Sólheimum í dag kl. 14. Á morgun verður síðan opið hús á staðnum milli kl. 14-16 og eru allir velkomnir. MYNDATEXTI Sjálfboðaliðar Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg til að gera drauminn um heilsusetrið að veruleika. Ólafur er sjöundi frá hægri og Kolbrún þriðja frá hægri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar