Kópurinn nýfæddi

Kópurinn nýfæddi

Kaupa Í körfu

HANN er forvitinn og sprækur kópurinn sem urtan Esja kæpti á mánudag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Kópar vega um 15 kg við kæpingu en vegna feitrar urtumjólkurinnar eru þeir fljótir að þyngjast og eftir fjórar vikur á spena hafa þeir yfirleitt tvöfaldað þyngd sína. Það má því búast við því að kópurinn hennar Esju verði fljótur að stækka en hann getur nú þegar synt og fylgt móður sinni eftir. Kyn kópsins er enn á huldu og verður beðið með að nefna hann þar til skýrist hvort um urtu eða brimil er að ræða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar