Veiðikennsla

Veiðikennsla

Kaupa Í körfu

AÐ LÆRA að veiða sér til matar er fyrirferðarmikill þáttur í uppeldi tjaldsins líkt og annarra fugla. Þegar litlu krílin skríða úr eggi ætlast þau til að fá aðstoð en fljótlega dregur mamman sig í hlé eftir kennslustund í ormatínslu. Eftirlætis fæða tjaldsins er þó kræklingur og annar skelfiskur enda hefur hann gott verkfæri til að éta slíkt, sterklegan og hvassan gogg sem hann notar til að ná fiskinum úr skelinni. En stundum verða ormar að duga. Feitir og pattaralegir ánamaðkar eru enda seðjandi í litla ungamaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar