Heimili og skóli - Foreldraverðlaun

Heimili og skóli - Foreldraverðlaun

Kaupa Í körfu

Tökum höndum saman, verkefni grunnskólans á Blönduósi og fræðsluskrifstofu Austur-Húnavatnssýslu, fékk foreldraverðlaun Heimilis og skóla í gær. Í verkefninu er markvisst unnið að því að bæta líðan nemenda á unglingastigi. Þá fékk samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka dugnaðarforkaverðlaunin en markmið þess er að efla samskipti yngstu nemenda skólans og eldri borgara sem taka þátt í félagsstarfi aldraðra í Gjábakka. Loks hlaut Björg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu við Nesskóla í Neskaupstað, dugnaðarforkaverðlaun samtakanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar