Bakkafjara

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bakkafjara

Kaupa Í körfu

Brimvarnargarðar Landeyjahafnar lengjast hratt. Trukkarnir sturta nú 300 metra úti í Atlantshafinu og gröfumennirnir raða grjótinu. Miklu skiptir að koma görðunum upp úr sjó fyrir veturinn. STARFSMENN Suðurverks eru í stöðugri baráttu við öldur Atlantshafsins við gerð hafnarinnar á Bakkafjöru. Ekki er hægt að vinna á háflóði þegar stórstreymt er. Þá keppast þeir við að koma görðunum upp úr sjó fyrir veturinn. MYNDATEXTI Styttist til Eyja Brimvarnargarðarnir við Landeyjahöfn lengjast um tuttugu metra á sólarhring þessa dagana og eru orðnir 300 metra langir. Gröfumennirnir raða grjótinu utan á garðana af mikilli list.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar